Kæri viðskiptavinur,

Greenfit ehf. (hér eftir „Greenfit“ eða „við“) er heilsumiðað fyrirtæki. Stefna okkar er að stuðla að bættu heilbrigði, vellíðan og árangri viðskiptavina okkar í gegnum fræðslu, ráðgjöf og lífstílsmiðaða nálgun.

Þjónusta Greenfit er ekki heilbrigðisþjónusta. Hún er ekki ætluð til þess að greina eða meðhöndla sjúkdóma og kemur ekki í stað læknisfræðilegrar þjónustu. Tilgangur þjónustunnar er að veita innsýn í mælingar og heilsu, efla heilsulæsi, fræða og upplýsa um leiðir að heilsu og vellíðan. Séu gildi mælinga þinna utan viðmiðunarmarka eða hafir þú einhverja ástæðu til að halda að mælingarnar sýni gildi sem þarfnast læknisfræðilegrar greiningar og/eða meðhöndlunar bendum við þér á að leita til heimilislæknis eða viðeigandi sérfræðings.

Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi viðskiptaskilmála. Þú þarft að lesa, skilja og samþykkja skilmálana til þess að fá aðgang að þeirri þjónustu sem Greenfit býður upp á. Vitneskja um skilmálana fyrirbyggir einnig misskilning og stuðlar að góðum samskiptum í framtíðinni.

Almenn skilyrði

Til þess að nýta þér þjónustu Greenfit þarft þú að hafa náð 18 ára aldri og vera hæfur til þess að gangast undir bindandi samninga. Ef þú hefur ekki náð 18 ára aldri þarft þú skriflegt samþykki forráðamanns til þess að þú getir nýtt þér þjónustu Greenfit.

Með notkun þessarar tæknilausnar veiti ég Greenfit ehf. leyfi til að setja niðurstöður mínar fram á myndrænan hátt og birta í gegnum innskráningu með rafrænum skilríkjum.

Greenfit veitir fræðslu varðandi heilsu, mataræði, hreyfingu, líkamsrækt o.þ.h. Greenfit veitir ekki heilbrigðisþjónustu. Þjónustu Greenfit er ekki ætlað að lækna, fyrirbyggja eða meðhöndla á nokkurn hátt sjúkdóma, ofnæmi, veikindi, stoðkerfisvanda eða hvers kyns aðra líkamlega kvilla. Þjónustunni er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir aðstoð læknis eða annars heilbrigðisstarfsmanns.

Sért þú veikur eða þjáist af hvers kyns sjúkdómi er þér ráðlagt að leita til læknis eða viðeigandi sérfræðings sem getur meðhöndlað þig. Þú berð ábyrgð á því að meta hvort að þjónusta Greenfit henti þínum þörfum.

Með samþykki á þessum skilmálum fullyrðir þú að þér sé óhætt að nýta þér þjónustu Greenfit og að þér sé engin sérstök hætta búin af því heilsufarslega.

Greiðslur

Öll verð á vefsíðu Greenfit eru í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt (VSK). Verð eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð á vefsíðu Greenfit geta breyst án fyrirvara, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar.

Greiðslur fyrir þjónustu Greenfit fara fram áður en þjónustan er innt af hendi.

 

Afbókanir og breytingar á tímabókunum

Ef þú þarft að afbóka eða breyta tímanum þínum þarf að gera það með að minnsta kosti 48 klst. fyrirvara, að öðrum kosti áskilur Greenfit sér rétt til að innheimta helming af gjaldi tímans.

 

Persónuvernd og trúnaður

Greenfit leggur áherslu á vernd persónuupplýsinga viðskiptavina sinna og friðhelgi einkalífs. Við tryggjum að öll starfsemi félagsins sé í samræmi við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Starfsmenn Greenfit eru bundnir þagnarskyldu um öll þau atriði sem þeir fá vitneskju um í starfi sínu.

Greenfit viðhefur viðeigandi öryggisráðstafanir í því skyni að hindra að persónuupplýsingar glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi.

Nánar má lesa um öryggi persónuupplýsinga í persónuverndarstefnu Greenfit hér.

 

Réttar upplýsingar

Greenfit reynir eftir fremsta megni að tryggja að upplýsingar sem birtar eru á vefsíðu félagsins séu nákvæmar og réttar. Allar upplýsingar á vefsíðu Greenfit eru þó birtar með fyrirvara um villur.

 

Ágreiningur

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver sig eiga kröfu á hendur Greenfit á grundvelli þessa skilmála skulu aðilar byrja á því að reyna að útkljá ágreininginn með samkomulagi. Ef aðilar geta ekki komist að samkomulagi skal leysa úr ágreiningnum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Greenfit áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum félagsins án fyrirvara.