Hámarkaðu heilsu og vellíðan á 3 mánuðum
Þær ákvarðanir sem við tökum á hverjum degi geta haft gríðarleg áhrif á heilsu okkar og vellíðan.
Greenfit býður upp á næringar- og lífsstílsþjálfun ásamt næringar- og bætiefnaplani sem er sérsniðið fyrir þig og þín markmið.
Í sameiningu vinnum við að því að hámarka heilsu þína og vellíðan, með breyttu mataræði og lífsstíl.
Lukka Pálsdóttir
B.S. sjúkraþjálfun, MBA
Hvernig virkar þetta?
Þú segir okkur frá markmiðum þínum og áherslum í mataræði og við sérsníðum matseðil og hjálpum þér að ná árangri. Ef þú átt niðurstöður úr blóð- og/eða efnaskiptamælingu þá tökum við mið af niðurstöðum mælinganna við gerð matseðilsins.
Þú færð einnig fróðleik, hugmyndir og leiðbeiningu skref fyrir skref sem hjálpa þér af stað og leiðbeina með hvernig þú getur svo haldið áfram á eigin vegum þegar ráðgjöfinni lýkur.
Eru 3 mánuðir nóg til að ná árangri?
Það er engin skyndilausn að bættri heilsu, svo við tölum frekar um breyttan lífsstíl og breyttar matarvenjur, en ekki megrun eða kúr. Við veitum þér góð verkfæri til þess að gera breytingar til langtíma sem munu bæta heilsu þína ekki bara í 3 mánuði heldur til frambúðar. Næringar- og lífsstílsþjálfun er sett upp sem 3 mánaða áskriftartími.
Hvað er innifalið?
Þú segir okkur frá markmiðum þínum og áherslum og við sérsníðum áætlun fyrir þig með tillögum að heilsusamlegri næringu, matseðli og styrkjandi bætiefnum. Þannig hjálpum við þér að ná árangri.
Þú hittir næringarþjálfara 1x í mánuði sem metur stöðuna með þér, fræðir og kemur með tillögur að breytingum eftir þörfum hvers og eins.